Hotel Montemar
Hótellýsing

Hotel Montemar er huggulegt 3 stjörnu hótel staðsett við Poniente ströndina og örstutt frá gamla bænum í Benidorm. Hótelið stendur í fyrstu línu við ströndina.

Alls eru 115 herbergi á þessu notalega hóteli. Herbergin eru ágætlega rúmgóð með sjónvarpi, þráðlausu interneti, öryggishólfi og loftkælingu. Hægt er að leigja ísskáp sem kælir vel á 15€ vikuna. Baðherbergi með hárþurrku. 

Á hótelinu er veitingastaður og bar og á efstu hæð (6. hæð) er hugguleg setustofa með fallegu útsýni yfir ströndina og næsta nágrenni. Á hótelinu er boðið upp á skemmtidagskrá fyrir börn og fullorðna yfir háannatímann.

Athugið að ekki er sundlaug á þessu hóteli en örstutt er að fara á ströndina. Athugið einnig að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu farþega sinna á hótelinu.