Albir Playa Hotel and Spa
Hótellýsing

 

Albir Playa er afar fallegt fjögurra stjörnu hótel staðsett nærri fallegri steinvöluströnd Albir (um 900 m). Hótelið er vel útbúið og tilvalið fyrir þá sem kjósa hótelgistingu sem býður góða og fjölbreytta þjónustu. 

 

Öll herbergin á hótelinu eru með parketi á gólfum og með svölum eða verönd. Öll eru vel búin með svefnsófa, sjónvarpi, síma, loftkælingu, þráðlausu neti (wifi), mini-bar (gegn gjaldi) og öryggishólfi (gegn gjaldi). Á baðherbergi er hárþurrka. Í boði eru Standard og Deluxe herbergi en Deluxe herbergin eru staðsett á efri hæðum hótelsins, með góðu útsýni yfir sundlaugarsvæðið eða fjöllin og á baðherbergjum þeirra eru baðsloppar og inniskór fyrir gesti. 

 

Á hótelinu er stór og fallegur garður og góð leikaðstaða fyrir börn. Hér er starfræktur barnaklúbbur og fjölbreytt skemmtidagskrá í boði. Falleg sundlaug, barnalaug og nuddpottur er í garðinum en einnig er innilaug á hótelinu. 

Heilsulind og líkamsræktarstöð er hér að finna og einnig er hlaðborðsveitingastaður og a la carte veitingastaður ásamt bar. 

 

Þeir sem þurfa barnarúm fá það gjaldfrjálst en þurfa að láta vita af því við bókun hjá Heimsferðum. 

 

Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu farþega sinna.