Hotel Kaktus Albir er alveg við strandgötuna í Albir og fallega steinvöluströndin blasir því við gestum hótelsins. Verslanir, hótel og veitingastaðir liggja meðfram strandgötunni en í gamla bænum er einnig mikið af verslunum og veitingastöðum. 10 km keyrsla er til Benidorm fyrir þá sem vilja skreppa þangað í dagsferð og er strætisvagnastöð ekki svo langt frá hótelinu.
Fjölbreytt þjónusta er í boði á þessu hóteli, en hér er garður og sundlaug fyrir börn og fullorðna en einnig er önnur sundlaug uppi á þaki hótelsins. Hér eru barir, veitingastaður og næturklúbbur með lifandi tónlist fimm kvöld vikunnar ásamt alls konar annarri skemmtidagskrá á kvöldin. Hér er hægt að spila billiard, komast í tölvuleiki og á internetið gegn gjaldi eða jafnvel nýta sér líkamsræktaraðstöðuna.
Herbergin eru hugguleg og hlýleg, með loftkælingu (yfir sumartímann), síma, mini-bar og öryggishólfi gegn gjaldi, sjónvarpi, svölum og á baðherbergi er hárþurrka.
Á flestum gististöðum er hægt að tengjast þráðlausu interneti (Wi-Fi) á sameiginlegum svæðum hótelsins og í herbergjum gegn gjaldi. Þá má nefna að þó að hótel bjóði aðgengi að interneti er vert að taka fram að internetsamband getur verið hægt og höktandi á ákveðnum álagstímum.
Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu en Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar.
Afar góður kostur fyrir þá sem vilja losna við ys og þys Benidorm og njóta þess að vera í rólegheitum í þeim yndislega bæ sem Albir er.