Hotel Bristol er staðsett inn í miðbæ Benidorm þar sem allt iðar af mannlífi. Hér er mikill fjöldi verslana, veitingastaða og bara. Hótelið er einungis í 250 m fjarlægð frá Levante-ströndinni og líka í göngufæri frá Poniente- og Mal Pas- ströndunum.
Herbergin á Bristol eru innréttuð í jarðlitum og á einfaldan en stílhreinan máta. Þau eru með svölum og loftkælingu, þráðlausu neti (wifi), síma og gervihnattasjónvarpi. Baðherbergin eru með sturtu og hárþurrku.
Hótelgarðurinn er með sundlaug, sólbekkjum og sólhlífum. Hlaðborðsveitingarstaður er á hótelinu þar sem hægt er að horfa á matreiðslufólkið elda hina og þessa réttina sem í boði eru. Einnig er hér sundlaugabar og kaffihús.