Sandos Benidorm Suites
Hótellýsing

Hálft fæði innifalið í verði!

Góður gistivalkostur sem er staðsettur í miðbæ Benidorm en gott að vita að það er smá gangur að ströndinni og einhver halli á leiðinni fyrir þá sem eiga erfitt með gang.  

Móttakan er opin allan sólarhringinn en þar er m.a. upplýsingaborð sem veitir ýmsa þjónustu. 

Við útisundlaugina er góð sólbaðsverönd en þar eru sólbekkir, sólhlífar og litlu kaffihúsi/sundlaugarbar. Einnig má finna hlaðborðsveitingastað sem býður uppá Miðjarðarhafsrétti og indverskur staður Khas Mahal. 

Það er einnig snarlstaður með beinan aðgang að sundlaugarsvæði.  

Allar svítur eru með smá stofu þar sem er svefnsófi og einnig smá eldhúskrók og þar er vaskur, hella, brauðrist, ketill, örbylgjuofn og ísskápur. 

Allar svítur eru með útsýni yfir sundlaug og garð. 

Hótelið býður upp á wi-fi tengingu að kostnaðarlausu, en vert er að taka fram að internetsamband á hótelum getur verið hægt á álagstíma.  

Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu. Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar.

Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu sinna farþega.

Á gististöðum hér þarf að greiða gistináttaskatt en skattinn greiða ferðamenn á viðkomandi gististað fyrir hverja gistinótt á mann en gjaldið er misjafnt og miðast við opinbera stjörnugjöf gististaðarins. Ferðaskrifstofur geta ekki innheimt skattinn.

Fjölskylduhótel!