AR Roca Esmeralda
Hótellýsing

Hótel við sjávarsíðuna !

Góður gistivalkostur sem er staðsettur við sjávarsíðuna á Calpe. 

Móttakan er opin allan sólarhringinn en þar er m.a. upplýsingaborð sem veitir ýmsa þjónustu. 

Á hótelinu eru tvær sundlaugar og er góð líkamsræktaraðstaða og heilsulind með hitaðri sundlaug þar sem hægt er að slaka á og jafnvel panta sér nudd. 

Við útisundlaugina er góð sólbaðsverönd en þar eru sólbekkir, sólhlífar og litlu kaffihúsi/sundlaugarbar. Einnig má finna hlaðborðsveitingastað sem býður upp á Miðjarðarhafsrétti og grillstaður og kaffitería/bar. 

Herbergin eru björt og þægileg og búin öllum helstu þægindum eins og loftkælingu, sjónvarpi, svölum, síma og á baðherbergi má finna hárþurrku. 

Hótelið býður upp á herbergi með góðu aðgengi fyrir hjólastóla þar sem eru engar hindranir. Vinsamlegast heyrið í sölufulltrúum okkar varðandi bókun á þeim. 

ATH. Heimsferðir bjóða ekki upp á akstur á þetta hótel.

Hótelið býður upp á wi-fi tengingu að kostnaðarlausu, en vert er að taka fram að internetsamband á hótelum getur verið hægt á álagstíma.  

Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu. Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar.

Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu sinna farþega.

Fallegt hótel á góðri staðsetningu!