Los Alamos
Hótellýsing

Hér er um að ræða gott fjögurra stjörnu hótel vel staðsett á Levante ströndinni. Fallegur gistivalkostur sem er staðsettur á Costa Blanca en Levante ströndin er í aðeins 150 metra frá hótelinu og miðbær Benidorm er í 100 metra fjarlægð. Móttakan er opin allan sólarhringinn en þar er m.a. upplýsingaborð sem veitir ýmsa þjónustu. 

Á hótelinu er skemmtidagskrá alla daga. Hér er lítil sundlaug með góðri sólbaðsverönd en þar eru sólbekkir, sólhlífar og litlu kaffihúsi/sundlaugarbar. Einnig má finna hlaðborðsveitingastað sem býður uppá Miðjarðarhafsrétti, kaffitería og bar þar sem sýndur er kabarett á kvöldin. Herbergin eru innréttuð í fallegum stíl og búin öllum helstu þægindum eins og loftkælingu, sjónvarpi, svölum, öryggishólfi og síma og á baðherbergi má finna hárþurrku. Hægt er að leigja ísskáp ef óskað er eftir því. Vatnagarðurinn Aqualandia og skemmtigarðurinn Terra Mítica eru í 8 km akstursfjarlægð frá hótelinu. 
 

Öll herbergi og íbúðir eru með svölum eða verönd. 

Junior svíta er með stofu og er stærð hennar um 35 fm. Lítill ísskápur er á öllum svítum og svefnsófi. Hægt er að velja á milli þess að vera í aðalbyggingu eða þá að vera í turni sem er hærri og er við hliðina á aðalbyggingu. Fer eftir því hversu hátt uppi fólk vill vera. Allar beiðnir fara í gegnum skrifstofu Heimsferða. 


Á flestum gististöðum er hægt að tengjast þráðlausu interneti (Wi-Fi) á sameiginlegum svæðum hótelsins og í herbergjum gegn gjaldi. Þá má nefna að þó að hótel bjóði aðgengi að interneti er vert að taka fram að internetsamband getur verið hægt og höktandi á ákveðnum álagstímum. 

Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu en Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar. 
 

Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu sinna farþega. 

 

Fallegt hótel, góð staðsetning.