Gran Hotel Bali er hæsta hótel Evrópu en það er 52. hæða og býður upp á einstakt útsýni yfir Costa Blanca ströndina. Hótelið er staðsett í hinu rólega La Cala svæði Benidorm, aðeins í 5 mínútna göngufjarlægð frá Poniente ströndinni. Gran Hotel Bali hefur gott aðgengi fyrir fatlaða.
Herbergin eru rúmgóð og eru þau innréttuð í fallegum litum. Öll eru þau með loftkælingu, gervihnattasjónvarpi, minibar og öryggishólfi (gegn gjaldi). Á baðherbergi er baðkar eða sturta og hárþurrka. Unnt er að tengjast þráðlausu interneti (Wi-Fi) á sameiginlegum svæðum hótelsins en í herbergjum gegn gjaldi.
Á hótelinu er stór sólbaðsverönd með sundlaug, barnalaug, busllaug, heitum potti og sundlaugarbar en í kringum sundlaugarnar eru sólbekkir. Móttakan er opin allan sólarhringinn og má þar nálgast ýmsa þjónustu. Þá er ýmis afþreying í boði en hér er t.a.m. viðamikil skemmtidagskrá, leikherbergi með billjardborði og borðtennisborði og leikvöllur fyrir börn. Í næsta nágrenni við hótelið er einnig hægt að fara í köfun, kanósiglingu og golf, gegn gjaldi. Real de Faula golfklúbburinn og Terra Mitica skemmtigarðurinn eru í 3 km fjarlægð frá hótelinu.
Hlaðborðsveitingastaður er til staðar en þar er boðið upp á fjölbreytt fæði og einnig er hér kaffihús. Heilsulindin veitir alls kyns þjónustu en hægt er að bóka úrval nudd- og snyrtimeðferða, fara í gufu, hamman bað eða heitan pott, klippingu, o.s.frv. Þá er hér einnig líkamsræktaraðstaða.