Flash Hotel
Hótellýsing

 

Líflegt hótel á frábærum stað á Levante-ströndinni, einungis fyrir 16 ára og eldri. Flash er nýlegt hótel í hjarta Benidorm, Levante-megin á svæðinu. Mjög vel staðsett og stutt í alla þjónustu.

 

Herbergin eru vel búin og innréttuð á nútímalegan og einstaklega smekklegan máta, allt til þess að þér líði sem best í fríinu þínu. Öll herbergin eru með verönd en einnig litlum ísskáp, sjónvarpi, loftkælingu (á sumrin), öryggishólfi (gegn gjaldi) og þráðlausu interneti (WiFi). Baðherbergi með baðkari og hárþurrku.

 

Garðurinn er ekki stór en fallega hannaður með sundlaug og sundlaugarbar. Hér er veitingastaður, snarlbar og bar ásamt líkamsræktaraðstöðu, gufubaði og nuddstofu. Af annarri þjónustu má nefna að hér er diskótek, þráðlaust internetaðgengi (Wi-Fi) í almennu rými gegn aukagjaldi og minibar á herbergjum.  

 

Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu farþega sinna.