Alicante býður upp á fjölmarga möguleika en unnt er að fljúga beint í sumarhúsið, fara í borgarferð eða enn frekar fara í sólarferð og njóta lífsins í sólinni.
Vinsældir svæðisins hafa vaxið ár frá ári en ferðamenn fara þangað aftur og aftur til að njóta alls þess sem það hefur að bjóða. Hér er að finna eitt stöðugasta veðurfar á Spáni, sól alla daga og hitinn er 25-30 gráður yfir sumartímann.
Alicante þekkja margir Íslendingar en hún er höfuðborg héraðsins og íbúafjöldi er á bilinu 270-300.000 manns. Gullfalleg, gömul, spænsk borg með heillandi miðbæ, veitingahúsum, verslunum og fallegri höfn. Í gegnum aldirnar hafa margir innrásarherir lagt leið sína um Alicante. Þangað komu Grikkir og nefndu borgina Akra-leuke eða ,,Hvítu hæð”. Rómverjar áttu einnig leið um á sínum tíma og gáfu borginni nafnið Lucentum eða ,,Borg ljóssins”. Arabar skírðu borgina hins vegar upp á nýtt og gáfu henni nafnið Lecant sem með árunum breyttist í núverandi heiti borgarinnar Alicante.
Verslað í Alicante. Hér er gott að versla en í Gran Via verslunarmiðstöðinni má m.a. finna H&M, Primark, Berskha, Massimo Dutti, Stradivarius og Pull & Bear ásamt fleiri verslunum. - https://www.ccgranvia.com/tiendas Þá er hér einnig að finna Plaza Mar 2 verslunarmiðstöðina sem státar af Zara, Mango, H&M, Berskha, Massimo Dutti, Stradivarius og Pull & Bear ásamt Desiqual o.fl. - https://www.plazamar2.com/directorio
Smelltu hér til að skoða hagnýtar upplýsingar um Alicante