Myndir - Heimsferðir
Albír og Altea
Einstaklega fallegt

Strandbærinn Albir á Costa Blanca er sætur, lítill og notalegur bær rétt við hinn fjöruga strandstað Benidorm sem svo margir þekkja. Örskammt frá Albir er Altea sem þykir einstaklega skemmtilegur og þá sérstaklega gamli bærinn.

Albir Albir er einstaklega skemmtilegur bær þar sem frábært er að njóta lífsins í sumarfríinu. Hér eru lágreistar byggingar sem gefa bænum fallegt yfirbragð. Bærinn þykir afar fjölskylduvænn og býður alla þá fjölbreyttu þjónustu sem þarf til þess að gera gott frí enn betra. 

Ströndin í Albir er sérlega falleg steinvöluströnd sem hefur hlotið „bláa flaggið“ sem er gæðavottun á vegum Evrópusambandsins og einungis hreinum og tærum ströndum hlotnast. Með fram ströndinni allri liggur skemmtileg strandgata, lögð sléttum marmaraflísum sem henta vel til göngu, göngu með barnakerru eða til þess að renna sér á línuskautum, fyrir þá sem vilja fara hratt yfir. Gatan sú er kölluð „Stjörnustræti“ eða „Paseo de las Estrellas“ og er fyrirmyndin engin önnur en „Hollywood – walk of fame“ gatan með stjörnum er prýða nöfn leikara og leikstjóra frægra kvikmynda. 

Yfir sumartímann má finna litla markaði þar sem unnt er að kaupa skartgripi, leðurvörur og minjagripi. Við strandgötuna er líka fjöldi verslana og veitingastaða og vilji maður taka langa göngu má ganga alla leið að vitanum með fram ströndinni. 

Þá þykir útsýnið til hafs eitt það fallegasta við Miðjarðarhafið. 

Altea Stutt er í gamla bæinn í Altea og upplagt að verja þar eins og hálfum degi, skoða gömlu kirkjuna og þröngu strætin sem liggja upp að kirkjutorginu. Á þeirri leið upplifir maður ekta spænska stemningu, þar sem hér eru einungis göngugötur með litlum, sætum verslunum og í mörgum þessara húsa eru einhverjir bestu veitingastaðir svæðisins, sem byggja allir á gömlum spænskum hefðum. Til Altea eru einungis um 5─10 mínútur með leigubíl en frá Albir ganga einnig strætisvagnar þangað. Ef þig langar að dvelja á góðum, fjölskylduvænum og notalegum stað, upplifa ekta spænska menningu en þó dvelja í nálægð við ys og þys Benidorm þá eru Albir & Altea staðirnir.

Hér finnur þú hagnýtar upplýsingar um áfangastaðinn Albir & Altea / Costa Blanca

 

Myndir
Myndir frá Albír og Altea
Dvalarstaðir
Stjörnugjöf
Svæði

Albir Playa Hotel and Spa

Albir

Hotel Kaktus Albir

Albir

Albir Garden Resort & Aquapark

Albir

Cap Negret

Altea

Melia Benidorm

Benidorm

Flash Hotel

Benidorm

Hotel Benikaktus

Benidorm

Gran Hotel Bali

Benidorm

Hotel Poseidon Playa

Benidorm

Don Jorge Apartaments

Benidorm

Rosamar

Benidorm

Hotel Avenida

Benidorm

Hotel Poseidon Resort

Benidorm

Hotel Palm Beach

Benidorm

Benidorm Centre

Benidorm

Apartmentos Avenida

Benidorm

Hotel Spa Porta Maris by Melia

Alicante

Los Alamos

Benidorm

Hotel Brisa

Benidorm

Melia Villaitana

Benidorm

Sun Palace Albir

Albir

Benidorm - Eldri borgarar með Birgitte

Benidorm

Alicante Golf

Alicante

El Plantio

Alicante

Magic Tropical Splash

Benidorm

RH Ifach

Calpe

Hotel Mediterraneo

Benidorm

Las Colinas Golf & Country Club

Orihuela Costa

Flamingo Beach Resort

Benidorm

Hotel Montemar

Benidorm

Hotel Gold Arcos

Benidorm

Hotel Melia Alicante

Alicante

Hotel Cabana

Benidorm

Bristol

Benidorm

Complejo Belroy

Benidorm

Sunconfort Agua Azul

Benidorm

AR Roca Esmeralda

Calpe

Madeira Centro

Benidorm

Mercure Benidorm

Benidorm

Les Dunes Comodoro

Benidorm

Gran hotel Sol y Mar

Calpe

P&V Bahia Calpe

Calpe

Estimar Suitopia Sol y Mar

Calpe

Primavera Park

Benidorm

Castilla Alicante

Alicante

Sandos Monaco

Benidorm

Sandos Benidorm Suites

Benidorm

Prince Park

Benidorm

Halley Apartmentos

Benidorm

Flamingo Oasis

Benidorm

AR Diamante Beach Spa

Calpe

Aparthotel Milord´s suites

Benidorm

MedPlaya Regente

Benidorm

MedPlaya Agir

Benidorm

Hotel Port Alicante City & Beach

Alicante

Hotel Maya

Alicante

MC Alojamientos - Buenos Aires Apartmentos

Benidorm

Casa Alberola Curio Collection by Hilton

Alicante

Dynastic Hotel & Spa

Benidorm

MC Alojamientos - Maryciel apartments

Benidorm

MC Alojamientos - Amalia Apartamentos

Benidorm

Paraiso Centro Aptos

Benidorm

Helios Benidorm

Benidorm

Oasis Plaza

Benidorm

MC Alojamientos - One apartments

Benidorm

Gala Placidia

Benidorm

MC Alojamientos - El Faro

Benidorm