Gran Canaria er einn alvinsælasti áfangastaður Íslendinga og Evrópubúa yfir vetrarmánuðina!
Heimsferðir bjóða úrval gistingar á frábærum kjörum en Gran Canaria eru einn alvinsælasti áfangastaður Evrópubúa yfir veturinn, enda er þar að finna eitt besta loftslag í heimi, milt og gott veður með jöfnu hitastigi árið um kring. Á Gran Canaria eyjunni er að jafnaði 20─25 stiga hiti á daginn.
Á suðurhluta Gran Canaria er að finna vinsælustu staði eyjarinnar, Ensku ströndina og Maspalomas, en þar eru Heimsferðir að mestu með sína gististaði. Þar eru frábærar aðstæður fyrir ferðamenn og undanfarin ár hefur átt sér stað bylting í byggingu nýrra og glæsilegra hótela.
Enska ströndin er stærsti strandstaður Gran Canaria en þar er upplifun að fylgjast með iðandi mannlífinu. Götulistamenn, tónlistarmenn, sölufólk, sólbrúnir ferðamenn og þéttsetin útikaffihúsin. Á daginn er strandlífið í algleymingi en þegar sólin sest niður fyrir hina gylltu sandkletta Maspalomas, þá sýnir það sig að veitinga- og skemmtistaðir Ensku strandarinnar eru nánast jafnmargir stjörnunum á hinum kanaríska nátthimni.
Skammt frá Ensku ströndinni, við hina þekktu Maspalomas-eyðimörk, er Maspalomas. Þar er einstök upplifun að ganga í gylltum sandbylgjunum og á frábærri ströndinni. Maspalomas er rólegri staður en Enska ströndin og allar aðstæður fyrir fjölskyldur eru frábærar, auk þess sem Enska ströndin er örskammt undan. Í nágrenni við þessar strendur er einnig að finna, Meloneras, Puerto Rico, Taurito og San Agustin; sem allar hafa sinn sjarma. Á Ensku ströndinni og á Maspalomas er nóg að gera í fríinu, fjöldi góðra veitingastaða á hverju horni, skemmtistaðir, áhugaverðar kynnisferðir, góðir golfvellir, frábær íþróttaaðstaða og síðast en ekki síst er ótrúlega ódýrt að kaupa mat og drykk. Það er engin furða að til Gran Canaria fari þúsundir ferðamanna í hverri viku til að njóta þessa og flýja veturinn á Íslandi.