Hotel Caserio er 4 stjörnu hótel vel staðsett á ensku ströndinni u.þ.b. 300 metra frá ströndinni og örstutt frá allri þjónustu, verslunum, veitingastöðum og kaffihúsum. Hótelið er innréttað í nútímalegum og léttum stíl. Gestamóttakan er opin allan sólarhringinn. Hlaðborðsveitingastaður á hótelinu þar sem morgun- og kvöldverður er í boði. Matsalurinn er opinn út í sundlaugargarðinn. Þá er einnig á la carte veitingahús og sundlaugarbar þar sem einnig er hægt að kaupa léttar veitingar frá hádegi og til kl. 16.
Góð sólbaðsaðstaða er í garðinum með sólbekkjum og sólhlífum. Sundlaugin er stór og skipt upp í 3 hluta. Þá er einnig sólbaðsaðstaða á þaki hótelsins með glæsilegu útsýni yfir næsta nágrenni og út á hafið. Skemmtidagskrá yfir daginn í hótelgarðinum og einnig kvöldskemmtun nokkur kvöld í viku. Á hótelinu er bæði heilsurækt og líkamsræktaraðstaða.
Herbergin eru rúmgóð og fallega innréttuð. Þau eru öll með litlum ísskáp, öryggishólfi, loftkælingu og verönd eða svölum með léttum húsgögnum. Hárþurrka á baðherbergi.
Gott hótel og vel staðsett. Hentar bæði pörum og fjölskyldum