Don Gregorio Apartments
Hótellýsing

 

Don Gregorio Apartments er einföld tveggja stjörnu íbúðargisting á Playa del Ingles. Það er mjög vel staðsett og stutt að fara á veitingastaði, í verslanir og á ströndina. Aðeins um 500 m gangur er að Yumbo verslunarmiðstöðinni.

 

 Gistingin býður eingöngu upp á stúdíó íbúðir sem eru mjög einfaldar með litlum eldhúskróki ásamt baðherbergi. Íbúðirnar eru með svölum eða verönd og sjónvarpi. 

 

Hótelgarðurinn er lítill með sundlaug og sólbekkjum. 

 

Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu farþega sinna.