Gloria Palace Amadores Thalasso & Hotel
Hótellýsing

Glæsilegt hótel með tilkomumiklu útsýni yfir Atlantshafið. Hótelið stendur hátt og er staðsett á milli strandanna Playa de Puerto Rico og Amadores. Gestir geta tekið lyftu sem fer niður á jarðhæð fyrir framan hótelið og þaðan er auðvelt að ganga á aðra hvora ströndina. 

Hér eru 364 herbergi sem öll eru loftkæld og með sérsvalir með sjávarútsýni. Á svölum eru stólar og borð. Gervihnattasjónvarp, minibar, útvarp og sími eru á herbergjunum, einnig öryggishólf sem hægt er að leigja gegn gjaldi. Baðherbergi eru með sturtu og hárblásara. Gestir eru með ókeypis aðgang að þráðlausu interneti (Wi-Fi) í herbergjum sínum og hvarvetna á hótelinu. 

Sólbaðsaðastaða er í fallegum sundlaugargarðinum þar sem stórkostlegt útsýnið út á hafið blasir við gestum. Sundlaugarnar eru 2 en önnur þeirra er útbúin fyrir þá eiga erfitt með hreyfingu. Meðfram sundlaugunum eru sólbekkir, sólhlífar og sundlaugarbar þar sem hægt er að kaupa drykki og léttar veitingar. Í garðinum er einnig barnalaug. Fyrir þá sem vilja þá er hér aðstaða fyrir þá sem vilja baða sig í sólinni naktir. Baðhandklæði fást lánuð gegn gjaldi. 

Hlaðborðsveitingastaður er á staðnum með opnu eldhúsi þar sem boðið er upp á þemahlaðborð öll kvöld. Sérstakt hlaðborð er fyrir börnin á kvöldin. Einnig eru nokkrir barir, þar á meðal píanóbar. 

Á Gloria Palace er ein stærsta Thalassotherapy-sjávarvatnsheilsulind í Evrópu. Í þessari stórglæsilegu heilsulind er sjávarvatnslaug, gufubað og tyrkneskt bað og ýmsar nudd og aðrar líkams- og heilsumeðferðir í boði. Þá er hér einnig líkamsræktarstöð, hægt er að spila tennis, keilu, bogfimi og pílukast. Boði er upp á tennisþjálfun á flóðlýstum tennisvelli. Einnig er tilvalið er að skella sér í golf á meðan dvölinni stendur því hér eru nokkrir golfvellir í grennd við hótelið. 

Starfræktur er barnaklúbbur á hótelinu og er skemmtidagskrá fyrir bæði börn og fullorðna í boði alla daga og á kvöldin. Þá er einnig mini disco fyrir börnin. Mikil þjónusta er til staðar á hótelinu, t.a.m. verslanir, hraðbanki og hárgreiðslustofa. 

Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu farþega sinna á hótelinu.

Leigubílar stoppa fyrir utan hótelið og strætóstoppistöð er u.þ.b. 300 metra frá hótelinu. Hægt er að leigja bíl í móttöku og ókeypis bílastæði eru við hótelið. 

 

Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu farþega sinna.

 

Gloria Palace Amadores er tilvalið fyrir þá sem vilja slappa af í fríinu sínu og njóta til fulls þeirrar góðu þjónustu sem hótelið hefur upp á að bjóða.