Jardin del Atlantico er einfalt en mjög vel staðsett íbúðahótel á Ensku ströndinni en hótelið stendur rétt við Kasbah-torgið og við hliðina á Broncemar sem margir þekkja. Þetta er hagkvæmur og vinsæll þriggja stjörnu gistivalkostur sem býður upp á fjölbreytta þjónustu.
Íbúðirnar eru einfaldar en snyrtilegar, allar með einu svefnherbergi, stofu, baði með baðkari, eldhúskrók, svölum, sjónvarpi og síma. Hótelið er með stóran garð með sundlaugum og barnalaugum og mjög góðri aðstöðu til sólbaða. Móttakan er opin allan sólarhringinn en einnig eru verslanir og önnur fjölbreytt þjónusta á hótelinu. Vert að taka fram að á kvöldin getur borið á ónæði frá skemmtistöðum í nágrenninu.
Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu farþega sinna.