Cristina By Tigotan Las Palmas
Hótellýsing

Cristina By Tigotan er fimm stjörnu borgarhótel. Hótelið er staðsett inn í höfðuðborg Gran Canaria, Las Palmas, það er með upphitaðri útisundlaug og flest herbergin eru með útsýni út á haf eða yfir borgina. Hótelið er í aðeins 50 metra fjarlægð frá höfninni í Puerto de la Luz en þaðan fara ferjur til Tenerife og nærliggjandi Kanaríeyja.

Það eru 306 herbergi á hótelinu og eru þau innréttuð í björtum tónum. Öll herbergin eru með flatskjái með gervihnattarásum og fullbúnu baðherbergi.

Á hótelinu er hlaðborðsveitingarstaður þar sem boðið er upp á morgunverð og a la carte veitingastaður þaðan sem hægt er að njóta glæsilegs sjávarútsýnis á meðan snætt er. Þá eru hér tveir barir, einn sundlaugarbar og einn í móttökunni. Á hótelinu er einnig líkamsræktaraðstaða og þá er boðið upp á nudd- og snyrtimeðferðir (gegn gjaldi).

Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu farþega sinna á hótelinu.