Hotel Mogan Princess and Beach Club er gott 4 stjörnu hótel staðsett í Taurito í ca 2.5-3 km fjarlægð frá Puerto de Mogan. Hótelið er staðsett í stórbrotnu umhverfi með glæsilegu útsýni yfir hafið. Taurito ströndin er staðsett í 800 m fjarlægð frá hótelinu. Hótelið býður upp á ókeypis akstur til og frá ströndinni yfir daginn.
Herbergin eru innréttuð í ljósum stíl og eru vel búin helstu þægindum, litlum ísskáp, sjónvarpi, te-og kaffivél, loftkælingu og öryggishólfi. Gott baðherbergi með hárþurrku.
Mjög góður garður er á hótelinu og alls eru 3 sundlaugar, þar af ein fyrir börn. Góð aðstaða er til sólbaða. Nokkrir veitingastaðir og snakkbarir eru á hótelinu. Aðal veitingastaður hótelsins býður upp á gott úrval alþjóðlegra rétta af hlaðborði, tveir snarl-barir við sundlaugarnar, þá býður barinn Princess lounge upp á létta rétti sem og Beach Club snarlbarinn sem staðsetur er við ströndina. Þá eru aðrir þrír barir staðsettir á hótelinu, hver með sitt þema. Boðið er upp á kvöldskemmtun á hótelinu og næturklúbbur er hér einnig starfræktur.
Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu farþega sinna á hótelinu.