Gloria Palace San Augustin
Hótellýsing

Gloria Palace er tilvalið fyrir þá sem vilja slappa af í fríinu sínu og njóta til fulls þeirrar góðu þjónustu sem hótelið hefur upp á að bjóða. Þetta er gott hótel með góðri þjónustu og frábærum garði á San Augustin svæðinu með góðu útsýni til hafs.

Hér er móttakan er opin allan sólarhringinn og á sameiginlegum svæðum er aðgengi að þráðlausu interneti (Wi-Fi). Hér er í boði  morgunverður, hálf fæði eða "Allt innifalið Premium" þjónusta en í "Allt innifalið Premium" er innifalið aukalega að snæða allt að 6 sinnum í viku kvöldverð á veitingastaðnum Gorbea.

Sundlaugargarðurinn er fallegur með 2 sundlaugum, barnalaug, sólbekkjum, sundlaugarbar og snarlbar. Þá er þakverönd á efstu hæð hótelsins, eingöngu ætlaður fullorðnum, með sólbaðsaðstöðu en þar eru sólbekkir, sólhlífar og lítil laug en aðgangur er gegn aukagjaldi.

Á hótelinu er hlaðborðsveitingastaður, hótelbar og píanóbar. Þá er hérna einnig þakbar og a la carte veitingastaðurinn Gorbea sem býður þriggja rétta kvöldverði alla daga vikunnar nema sunnudaga, en unnt er að njóta þar kvöldstundar í mat og drykk gegn aukagjaldi. Karlmenn verða að klæðast síðbuxum þegar snæddur er kvöldverður á veitingastöðunum.

Við hlið hótelsins stendur ein stærsta Thalasso-heilsulind Evrópu en þar eru 7.000 m2 tileinkaðir velferð og vellíðan. Thalasso Gloria San Agustín býður úrval af heilsumeðferðum og góða líkamsræktaraðstöðu gegn gjaldi.

Þá er hér barnaklúbbur fyrir börn á aldrinum 4-12 ára og þar er margt skemmtilegt um að vera fyrir yngstu gestina.

Unnt er að tengjast þráðlausu interneti (Wi-Fi) á sameiginlegum svæðum hótelsins og í herbergjum.

Hér eru vel búin herbergi, öll með svölum sem snúa út í garð og útsýni til hafsins. Herbergin eru búin loftkælingu, síma, sjónvarpi og öryggishólfi.

Hótelið býður uppá akstur til Playa de Ingles og Maspalomas strandsvæðanna fyrir gesti sína, nánari upplýsingar fást við komu. Þá er stutt er í verslunarmiðstöðina í San Augustin og þar er einnig mjög falleg strönd, vilji maður njóta dags á ströndinni.

Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu en Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar.

Þá má nefna að þó að hótel bjóði aðgengi að interneti er vert að taka fram að internetsamband getur verið hægt og höktandi á ákveðnum álagstímum.