Caybeach Meloneras
Hótellýsing

Caybeach Meloneras er snyrtilegt íbúðahótel staðsett skammt frá ströndinni á Meloneras. Veitingahús, verslanir og kaffihús eru í göngufjarlægð frá hótelinu. Lítil matvöruverslun er staðsett i gestamóttöku.

Íbúðirnar eru annað hvort á einni eða tveimur hæðum. Þær eru snyrtilegar og í þeim er gott eldhús með helstu nauðsynjum. Hægt er að leigja öryggishólf, gegn gjaldi. Baðherbergi með hárþurrku. Íbúðirnar sem eru á tveimur hæðum eru með tveimur baðherbergjum. Þar er annað svefnherbergið á neðri hæð og hitt á efri hæð. 

Þrjár sundlaugar eru í hótelgarðinum þar af ein barnalaug. Góð aðstaða með sólbekkjum og sólhlífum og snarlbar við laugina. Leiksvæði og afþreying af ýmsu tagi er í boði fyrir börn. Góð heilslind og líkamræktaraðstaða er einnig á hótelinu. 

Einföld og þægileg íbúðagisting staðsett stutt frá allri þjónustu á Meloneras svæðinu. 

Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu farþega sinna á hótelinu.