Cordial Green Golf er 2-3 stjörnu smáhýsahótel sem er vel staðsett á Maspalomas svæðinu. Hótelið samanstendur af 250 húsum á tveimur hæðum sem eru byggð í kringum stóran sundlaugargarð. Við hlið hótelsins er Maspalomas golfvöllurinn.
Húsin eru skemmtilega innréttuð. Þau eru einföld en búin öllum helstu þægindum. Svefnherbergi, stofa með svefnsófa, sjónvarpi og fullbúnum eldhúskrók með örbylgjuofni og kaffivél. Baðherbergi er staðsett á efri hæð. Viftur eru í húsunum sem ekki eru loftkæld.
Garðurinn er rúmgóður með tveimur sundlaugum. Lítil matvöruverslun er staðsett á hótelinu og gestamóttaka opin allan sólarhringinn. Nokkrum sinnum í viku er boðið upp á skemmtidagskrá. Leiksvæði er á hótelinu fyrir yngstu börnin og einnig starfræktur barnaklúbbur á virkum dögum fyrir börn á aldrinum 4-12 ára. Á hótelinu er hlaðborðsveitingastaður og þar er boðið upp á morgun-, hádegis-, og kvöldverð.
Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu farþega sinna á hótelinu.
Hagkvæmur kostur með góðri staðsetningu á Maspalmomas svæðinu.