RIU Palace Maspalomas er glæsilegt 5 stjörnu hótel staðsett á mörkum ensku strandarinnar og Maspalomas og nálægt hinum einstöku sandhólum sem Gran Canaria er þekkt fyrir. Hótelið var algjörlega endurnýjað árið 2021. Það eingöngu fyrir 18 ára og eldri. Fjarlægð frá strönd er 800 metrar. Þó að hótelið sé staðsett í rólegu umhverfi er stutt í nærliggjandi verslanir og litla verslunarmiðstöð.
Garðurinn er stór, með tveimur sundlaugum sem eru upphitaðar yfir vetrartímann. Á hótelinu eru þrír veitingastaðir þar af einn við sundlaugina. Glæsileg heilsurækt og líkamsræktaraðstaða. Stutt erí 18 holu golfvöll. Skemmtidagskrá er á hótelinu nokkrum sinnum í viku.
Alls eru 367 herbergi sem öll eru vel búin helstu þægindum. Minibar, te- og kaffivél, öryggishólf, loftkæling og hárþurrka á baðherbergi. Herbergin eru öll með svölum eða verönd.
Glæsilegt hótel sem nýlega hefur verið algjörlega endurnýjað.