Þetta er hagkvæmur gistivalkostur, ekki íburðarmikill en með góða staðsetningu þar sem verslunarkjarninn Yumbo Center í einungis um 300 metra fjarlægð. Þessi gistivalkostur samanstendur af smáhýsum á Ensku ströndinni og eru húsin ýmist með einu eða tveimur svefnherbergjum.
Húsin eru innréttuð á einfaldan máta, ekki nýlega innréttuð en öll með verönd, litlum ísskáp, sjónvarpi og eldunaraðstöðu.
Í garðinum er sundlaug og þar er einnig bar og snarl bar. Þá er hlaðborðsveitingastaður og tennisvöllur en einnig er hægt að spila mini-golf og borðtennis.
Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu farþega sinna á hótelinu.