Las Faluas
Hótellýsing

Einföld gisting !

Las Faluas er íbúðahótel vel staðsett á ensku  ströndinni.  Örstutt er niður að strönd.  Stutt í alla þjónustu, veitingastaðir, verslanir og kaffihús.  Hótelið er samsett af fjórum byggingum.  Góð sundlaug og barnalaug í garðinum.  Veitingastaður og bar við sundlaugina.


Íbúðirnar eru með einu svefnherbergi, seturstofu, salerni og eldhúsi.  Allar íbúðir eru með svölum eða verönd.

Ath. veitingastaður hótelsins er lokaður vegna framkvæmda og gert er ráð fyrir að þær standi fram í lok janúar. 

Leitast verður við að koma í veg fyrir óþægindi fyrir gesti og hafa sem minnstan hávaða. Veitingastaðurinn er í aðalbyggingunni og íbúðir sem eru staðsettar þar og nálægt veitingastaðnum, verða ekki í notkun á meðan framkvæmdum stendur. 

Hagkvæmur kostur.  Góð staðsetning.