Notaleg smáhýsi á Ensku ströndinni, í um 5-10 mínútna göngufjarlægð frá Yumbo Center sem svo margir þekkja til. Þetta eru vel staðsett og snyrtileg smáhýsi með þægilegum garði.
Smáhýsin eru ýmist með einu til tveimur svefnherbergjum og öll búin sjónvarpi, síma, öryggishólfi, loftkælingu og verönd. Öll eru með eldhúsaðstöðu með brauðrist, örbylgjuofni og kaffikönnu. Á baðherbergi er hárþurrka. Smáhýsin voru endurnýjuð árið 2018.
Garðurinn er notalegur með sundlaug sem er grynnri í annan endann fyrir börnin. Í garðinum eru einnig sólbekkir og lítið barnaleiksvæði ásamt heitum potti. Hótelið hefur góðan tennisvöll, lítinn mini-golfvöll og líkamsræktaraðstöðu.
Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu farþega sinna.