Faisan Apartments
Hótellýsing
Faisan Apartments er lítið og hagkvæmt íbúðahótel, staðsett á miðri ensku ströndinni. Stutt er í alla þjónustu, veitingahús, bari, kaffihús og matvöruverslanir. Ströndin er í einungis 500 m fjarlægð og verslunarmiðstöðvarnar Kasbah og Yumbo eru í göngufæri (500 m og 1 km fjarlægð). Íbúðirnar eru mjög einfaldar en snyrtilegar með einu svefnherbergi og svölum eða verönd. Allar eru með lítinn eldhúskrók og sjónvarpi. Á hótelinu er lítill sundlaugargarður með sólbekkjum. Í öðrum enda sundlaugarinnar er afmarkað svæði fyrir börn. **Hótelið er á fjórum hæðum og engin lyfta er í húsinu og því hentar hótelið ekki fólki sem á erfitt með gang.** ATH stærri bílar komast illa að hótelinu og hafi viðkomandi keypt far með rútu Heimsferða að hótelinu þarf viðkomandi að fara úr nokkru áður en að hótelinu kemur og ganga nokkurn spöl.