RIU Gran Canaria
Hótellýsing

RIU Gran Canaria er gott 4 stjörnu “allt innfalið” hótel staðsett á Meloneras svæðinu.  Á hótelinu er mjög góð aðstaða, stór garður með 6 sundlaugum, þar af ein sundlaug með rennibraut fyrir börn, önnur fyrir yngstu börnin og ein  innisundlaug.   Þá er ein sundlaugin eingöngu fyrir fullorðna og svæðið þar í kring með rólegu yfirbragði. Mjög góð sólbaðsaðstaða í garðinum með góðum sólbekkjum og sólhlífum.   
Á hótelinu er hlaðborðsveitingastaður og snakk bar við sundlaugina. Þá eru þar einnig ítalskur og asískur veitingastaðir.   Fimm barir og eitt kaffihús.  Innifalið í “öllu inniföldu” á þessu hóteli er drykkir og snarl allan sólarhringinn, allur matur og innlendir og erlendir drykkir.  Vatn og gosdrykkir eru í boði á minibar í herbergjum.
Fjölbreytt skemmtidagskrá  yfir daginn fyrir börn og fullorðna og einnig á kvöldin.   Leikvöllur fyrir yngstu börnin.
Alls eru 639 herbergi á þessu hóteli.  Þau eru innréttuð í léttum stíl og rúmgóð.  Sjónvarp, loftkæling, öryggishólf og minibar.  Hárþurrka á baðherbergi.  Svalir/verönd á öllum herbergjum. 

Mjög gott hótel, vel staðsett á Meloneras og hengar bæði fjölskyldum og einstaklingum.