Fyrir þá sem vilja alvöru lúxus í fríinu!
Glæsilegur 5* gistivalkostur sem er staðsettur á Meloneras svæðinu. Hótelið er í um 10 mín göngufjarlægð frá vitanum og göngustígnum sem liggur meðfram ströndinni. Garðurinn er gróðursæll og sérlega fallega hannaður. Hótelið sjálft er innréttað í afrískum stíl sem gefur þessu hóteli mikinn sjarma og gerir það einstakt. Hér er einnig mikil afþreying fyrir allan aldur en einnig mikil þægindi fyrir þá sem vilja slaka á í fríinu.
Garðurinn samanstendur af 7 sundlaugum af öllum stærðum og gerðum. Þar eru einnig 2 sundlaugarbarir og góð sólbaðsaðstaða er í garðinum. Á hótelinu eru samtalls 5 veitingarstaðir, þar af 3 a la carte veitingastaðir og 2 barir.
Móttakan er stór og fallega innréttuð og er opin allan sólarhringinn. Hér eru einnig líkamsræktarstöð og barnaklúbbur ásamt annarri afþreyingu.
Herbergin eru rúmgóð og innréttuð í fallegum stíl. Þau eru búin öllum helstu þægindum eins og loftkælingu, sjónvarpi, öryggishólfi, minibar (gegn gjaldi) og svölum ásamt baðherbergi með hárþurrku. Hægt er að fá fjölskylduherbergi fyrir allt að 5 manns. Ef bókað er UNIQUE herbergi fá farþegar aðgang að aðstöðu á sér svæði og meiri þjónustu.
Hótelið býður einnig uppá herbergi fyrir hreyfihamlaða.
Hótelið býður upp á wi-fi tengingu að kostnaðarlausu, en vert er að taka fram að internetsamband á hótelum getur verið hægt á álagstíma.
Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu en Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar.
Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu sinna farþega.
Frábær kostur fyrir þá sem vilja góðan aðbúnað í fríinu.