Servatur Don Miguel er gott 3 stjörnu hótel frábærlega staðsett við Tiirajana götuna og örstutt frá Yumbo Center á ensku ströndinni. Hótelið er eingöngu fyrir fullorðna (18 ára+).
Herbergin eru innréttuð í klassískum stíl, öll með svölum, sjónvarpi, góðu baðherbergi og loftkælingu.
Góð aðstaða er við sundlaugina en þar er m.a. lítill snarlbar og nuddpottur. Skemmtidagskrá er í boði hótelsins nokkur kvöld í viku. Veitingastaður, sem er bæði hlaðborðs- og a la carte staður, er á hótelinu. Einnig er hér að finna líkamsræktaraðstöðu.
Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu farþega sinna á hótelinu.
Góður gistikostur með frábærri staðsetningu á ensku ströndinni.