Bungalow Rebecca Park er notalegt smáhýsahótel vel staðsett á ensku ströndinni. Hótelið er samansett af studioíbúðum og íbúðum með einu svefnherbergi. Allar íbúðir eru á jarðhæð.
Gestamóttakan er opin allan sólarhringinn. Þá er þar veitingastaður, tvær sundlaugar, þar af önnur fyrir börn.
Íbúðirnar eru vel búnar helstu þægindum, eldhús með helstu áhöldum, lítill ísskápur, eldunaraðstaða og örbylgjuofn. Á verönd eru borð og stólar.
Notalegt ibúðahótel, vel staðsett, aðeins í 8 mínútna göngufjarlægð frá Yumbo Center.