Maspalomas Oasis Club
Hótellýsing

Einföld gisting, tilvalin fyrir þá sem vilja njóta í rólegu hverfi með allt innifalið. Maspalomas Oasis Club eru smáhýsi staðsett í mjög rólegu hverfi í Maspalomas, stutt frá golfvellinum og sandöldunum.

Smáhýsin eru í spænskum stíl og er bæði hægt að fá smáhýsi á einni og tveimur hæðum. Þau eru innréttuð í einföldum stíl með einu svefnherbergi, stofu og eldhúskrók. Hægt er að leigja öryggishólf á meðan dvöl stendur.

Aðstaða er á hótelinu til að þvo. bæði þvottavél og þurrkari sem hægt er að nota gegn smá greiðslu. 

Fallegur gróður og há pálmatré einkenna huggulegan hótelgarðinn. Sundlaug, barnalaug, sólbaðsaðstaða, snakkbar og tennisvöllur eru í garðinum. Á daginn er boðið upp á skemmtidagskrá fyrir börn og fullorðna. Frítt þráðlaust net er á hótelinu. Stutt frá hótelinu er Holiday World sem er lítill skemmtigarður fyrir börn og Palmitos Park sem er dýragarður. 

Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu farþega sinna á hótelinu.