Cordial Mogan Playa er gott 4 stjörnu hótel sem staðsett er í hinum sjarmerandi strandbæ Puerto de Mogan á suðvesturströnd Gran Canaria.
Hótelið er einstaklega fallega hannað í spænskum stíl og nær yfir stórt svæði. Grænir og gróðurmiklir garðar ásamt sundlaugum umlykja hótelið og á hótelinu munu allir finna eitthvað við sitt hæfi að aðhafast í fríinu.
Góða veitingastaði er að finna víðsvegar um hótelið ásamt heilsulind og leiksvæðum fyrir börnin.
Herbergin eru hönnuð í klassískum hótel stíl og eru öll með helstu þægindum 4 stjörnu hótela eins og sjónvarpi, síma, öryggishólfi og svölum eða verönd.
Puerto de Mogan er afar sjarmerandi bær sem er þekktur fyrir fallega ströndina, hafnarsvæði og litríku húsin þar í kring. Of er bærinn kallaður „litlu Feneyjar“.
Athugið að ekki er boðið uppá akstur til og frá flugvelli og þjónusta fararstjóra er aðeins í gegnum síma.
Á flestum gististöðum er hægt að tengjast þráðlausu interneti (Wi-Fi) á sameiginlegum svæðum hótelsins og í herbergjum gegn gjaldi. Þá má nefna að þó að hótel bjóði aðgengi að interneti er vert að taka fram að internetsamband getur verið hægt og höktandi á ákveðnum álagstímum.
Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu en Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar.
Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu sinna farþega.