Rólegur gististaður staðsettur suður af Gran Canaria. Hótelið sjálft er nútímalegt og vel skipulagt. Það státar af óviðjafnlegu útsýni yfir Atlantshafið þar sem gestir geta notið sólarupprásar og sólseturs.
Móttakan er opin allan sólarhringinn en þar er m.a. upplýsingaborð sem veitir ýmsa þjónustu.
Á hótelinu má finna tvær sundlaugar. Öll aðstaða til slökunar eða sólbaðs eins og sólbekkir, sólhlífar er til fyrirmyndar. Þar er La Marina sundlaugarbarinn þar sem hægt er að fá sér drykk við laugina. Einnig eru tveir aðrir barir á hótelinu og hægt að sitja og fá sér bita með útsýni yfir sjóinn.
Það eru tveir veitingastaðir á hótelinu, þar sem hægt er að finna ítalska, japanska eða jafnvel mexíkóska matargerð.
Herbergin eru innréttuð í fallegum stíl og búin öllum helstu þægindum eins og loftkælingu, sjónvarpi, svölum eða verönd og síma og á baðherbergi má finna hárþurrku. Hægt er að leigja öryggishólf gegn gjaldi.
Þetta er sérstaklega vel staðsett hótel fyrir golfara. Anfi Tauri golfvöllurinn er í aðeins 800 metra fjarlægð. Talin einn af bestu völlum Kanaríeyja.
Hótelið býður upp á wi-fi tengingu að kostnaðarlausu, en vert er að taka fram að internetsamband á hótelum getur verið hægt á álagstíma.
Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu en Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar.
Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu sinna farþega.
Á gististöðum hér þarf að greiða gistináttaskatt en skattinn greiða ferðamenn á viðkomandi gististað fyrir hverja gistinótt á mann en gjaldið er misjafnt og miðast við opinbera stjörnugjöf gististaðarins. Ferðaskrifstofur geta ekki innheimt skattinn.