Las Brisas Bungalows
Hótellýsing

Las Brisas er vel staðsett og snyrtilegt íbúðahótel á Ensku ströndinni. Staðsetningin þykir einkar góð en hótelið stendur nálægt strönd (750 m) og er einnig í næsta nágrenni við Kasbah-torgið og Jardin Del Atlantico sem svo margir þekkja. Þá er Yumbo Center verslunar- og veitingakjarninn aðeins í um eins kílómetra fjarlægð frá hótelinu. 

Íbúðirnar á Las Brisas eru einfaldar en snyrtilegar. Þær eru allar á tveimur hæðum, með stofu, tveimur svefnherbergjum og svölum eða verönd. Jafnframt er eldhúskrókur í íbúðinni með örbylgjuofni, ísskáp og katli. Greitt er sérstaklega fyrir sjónvarp með erlendum sjónvarpsstöðvum, einnig fyrir þráðlaust internet (wifi) og notkun öryggishólfs (tryggingargjald). Baðherbergin eru á efri hæðinni og eru þau með hárþurrku. ATH. Svefnherbergin eru frekar lítil og vert er að taka fram að þar sem það er stigi á milli hæðanna henta íbúðirnar ekki fólki sem á erfitt með gang. 

Hótelgarðurinn er ekki stór en með góðri sundlaug og barnalaug ásamt svæði með sólbekkjum og sólhlífum. 

Ekki er WIFI á hótelinu en hægt er að fá leigðan netpung. 

Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu farþega sinna á hótelinu.