Suitehotel Playa del Ingles er gott fjögurra stjörnu hótel, staðsett rétt við Kasbahtorgið og einungis 30 m frá ströndinni. Hótelið er eingöngu fyrir fullorðna.
Herbergin og svíturnar á hótelinu eru rúmgóðar og huggulega innréttaðar í hvítum og ljósum litum. Á öllum herbergjum eru svalir/verönd og er í boði að fá herbergi eða svítu með sjávarútsýni.
Herbergin eru búin öllum helstu þægindum eins og loftkælingu, þráðlausu interneti (wifi), sjónvarpi, síma og öryggishólfi. Lítill ísskápur og kaffivél er einnig í herbergjum.
Á baðherbergjum er sturta og hárþurrka en í svítunum er einnig nuddbaðkar.
Góð aðstaða er á þakinu til sólbaða, með þægilegum sólstólum, nuttpotti og útsýni til sjávar. Þá er einnig heilsulind á hótelinu (gegn gjaldi). Til staðar er mjög góður sundlaugagarður með sólbekkjum og sólhlífum og sundlaugabar þar sem eru seldar léttar veitingar. Hlaðborðsveitingastaður er á hótelinu og hægt er að velja á milli þess að vera með hálft fæði eða með allt innifalið.
Líkamsræktina er hægt að iðka á verönd úti þar sem búið er að setja upp hlaupabretti og allskonar lyftingartæki og frábært að geta notið súrefnis á meðan æfingu stendur.
Mjög góður kostur fyrir þá sem vilja hafa það huggulegt í fríinu sínu.