H10 Playa Meloneras Palace er fallegt 4 stjörnu hótel staðsett á Meloneras svæðnu. Hótelið stendur nálægt ströndinni og á strandgötunni fyrir neðan hótelið eru veitingastaðir og kaffihús. Einnig er stutt að fara á Meloneras golfvöllinn og er hægt að panta rástíma á sérkjörum í gestamóttöku.
Herbergin eru innréttuð í ljósum og léttum stíl og eru vel búin helstu þægindum. Stærð herbergja er u.þ.b. 40 fm. Þau snúa annað hvort út í garð eða eru með sjávarsýn. Öll herbergin eru með loftkælingu, sjónvarpi, þráðlausu neti (WiFi), minibar og öryggishólfi. Þeir sem velja Allt innifalið þjónustu mega nota allt sem er í minibar án aukakostnaðar (fylltur á tveggja daga fresti).
Öll sameiginleg aðstaða á hótelinu er góð. Í garðinum eru tvær sundlaugar, barnalaug og leikvöllur fyrir yngstu börnin. Þá er einnig góð heilsulind á hótelinu þar sem boðið er upp á nudd og aðrar heilsumeðferðir (gegn gjaldi).
Á hótelinu er "A la carte" veitingahús, hlaðborðsveitingastaður og snarlbar við sundlaugina. Þá er hér skemmtilegur "chill-out" bar þar sem gestir hótelsins sitja gjarnan við sólsetur. Þar er einnig boðið upp á lifandi skemmtidagskrá nokkur kvöld í viku.
Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu farþega sinna.
Fallegt hótel, vel staðsett á Meloneras, með góðri sameiginlegri aðstöðu og vel búnum herbergjum.