Aðeins 460 skref á ströndina
Þessi gististaður fær góða dóma fyrir staðsetningu enda aðeins í 350 metra fjarlægð frá ströndinni.
Móttakan er opin allan sólarhringinn en þar er m.a. upplýsingaborð sem veitir ýmsa þjónustu.
Á hótelinu er sundlaug með sólbaðsaðstöðu allan hringinn í kringum hana og eru sólbekkir og sólhlífar til staðar fyrir gesti. Hér má finna veitingastaðinn Cactus Lounge sem er með tveimur veröndum svo fólk geti líka notið þess að borða úti. Á hótelinu eru 2 barir, Coconut sundlaugarbar sem hægt er að njóta yfir daginn við sundlaugina og Palm Beach bar sem er tilvalin til að fá sér drykk í eftirmiðdeginum eða fordrykk fyrir kvöldmat.
Herbergin eru öll innréttuð í einföldum stíl innblásinn af ströndinni og búin öllum helstu þægindum eins og loftkælingu, sjónvarpi, minibar og hárþurrku. Herbergin eru ýmist með svölum eða ekki en hægt er að velja sérstaklega sjávarútsýni eða útsýni yfir sundlaug.
Hótelið býður upp á 3 herbergi með góðu aðgengi fyrir hjólastóla sem eru staðsett á jarðhæð. Vinsamlegast heyrið í sölufulltrúum okkar varðandi bókun á þeim.
Hótelið býður upp á wi-fi tengingu að kostnaðarlausu, en vert er að taka fram að internetsamband á hótelum getur verið hægt á álagstíma.
Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu en Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar.
Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu sinna farþega.
Hótel sem er sérstaklega vinsælt hjá pörum!