Góð íbúðagisting sem er vel staðsett á Maspalomas svæðinu. Góður valkostur bæði fyrir pör og barnafjölskyldur á hreint frábærum kjörum.
Á hótelinu eru 120 íbúðir dreifðar um nokkrar tveggja hæða byggingar. Íbúðirnar eru með einu svefnherbergi, baðherbergi og stofu með svefnsófa. Þá er lítil eldhúsaðstaða með ísskáp. Íbúðirnar eru búnar loftkælingu, sjónvarpi (gegn tryggingargjaldi) og öryggishólfi (gegn tryggingargjaldi). Baðherbergi er með sturtu og hárþurrku. Athugið að það geta að hámarki þrír fullorðnir eða tveir fullorðnir, eitt barn og eitt ungabarn verið saman í íbúð.
Stór og fallegur hótelgarður er á staðnum með tveimur sundlaugum, einni barnalaug og góðri sólbaðsaðstöðu. Þá er hér nuddpottur, minigolf og tennisvöllur, fótboltaspil, billjard, sjónvarpsherbergi og lítil verslun. Skemmtidagskrá er í boði á hótelinu og einnig er starfræktur barnaklúbbur. Þá er veitingastaður og sundlaugarbar á staðnum.
Í Stutt frá hótelinu er Holiday World skemmtigarður með tívolí, keilusal, leiktækjasal, líkamsrækt og veitingastöðum. Einnig er stutt í útimarkaðinn í San Fernando sem er opinn kl. 09.00─14.00 og í útivistargarðinn Parque Sur þar þar sem eru meðal annars tennis- og knattspyrnuvellir.
Boðið er upp á fría hótelskuttu frá hótelinu á Maspalomas-ströndina, en upplýsingar um ferðir er að fá hjá starfsmönnum hótelsins.
Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu farþega sinna á hótelinu.