RIU Palace Oasis
Hótellýsing

Hotel Riu Palace Oasis er mjög gott 5 stjörnu hótel, vel staðsett á Maspalomas.   Hótelið er staðsett alveg við strönd og því er beint aðgengi frá hótelgarðinum út á hina glæsilegur Maspalomas strönd. Stutt í nærliggjandi verslunarmiðstöð og veitinga- og kaffihús.  Stór og góður garður með þremur sundlaugum ásamt barnalaug. Laugarnar eru upphitaðar yfir veturinn. Góð sólbaðsaðstaða með bekkjum og sólhlífum. Gestir fá handklæði við sundlaugina. Barnaklúbbur og leiksvæði fyrir yngstu börnin.   Skemmtidagskrá fyrir börn 4-12 ára fimm sinnum í viku, það fer þó eftir því hversu margir gestir eru á hótelinu.  Kvöldskemmtun nokkur kvöld í viku.  Á hótelinu er einnig heilsurækt og líkamsræktaraðstaða. 

Alls eru 415 herbergi á þessu hóteli.  Öll vel búin með sjónvarpi, minibar, te- og kaffivél, loftkælingu og öryggishólfi. Svalir eða verönd á öllum herbergjum.   Hægt er að kaupa herbergi með sjávarsýn og einnig fjölskylduherbergi sem tekur allt að 4 fullorðna.

 

Mjög góður kostur fyrir einstaklinga og fjölskyldur með beinu aðgengi út að strönd.