Livvo Anamar Suites er gott 4 stjörnu hótel staðsett miðsvæðis á ensku ströndinn og aðeins örstutt frá Jumbo Center. Hótelið hefur nýlega verið endurnýjað. Garðurinn er með góðri sólbaðsaðstöðu, sundlaug fyrir fullorðna og önnur fyrir börn. Þá eru tveir nuddpottar á sundlaugarsvæðinu. Veitingastaður ásamt bar við sundlaugina.
Á þessu hóteli er hægt að dvelja í íbúð með 1 svefnherbergi eða junior svítum. Hægt er að kaupa fæði, morgunverð eða hálft fæði. Íbúð með einu svefnherbergi er 31 fermetri að stærð, með eldhúsi með helluborði, ísskáp og örbylgjuofni ásamt svefnherbergi, Junior svíta er 31 fermetri að stærð með litlum eldhúskrók og svefnsvæði allt í einu rými. Junior svíta Superior er 36 fermetrar og með litilli setustofu, allt í einu rými. Hárþurrka á öllum baðherbergjum. Öll herbergi eru með verönd eða svölum.
Virkilega góður kostur á besta stað á ensku ströndinni. Snyrtilegt og nýlegt hótel.