Suites & Villas by Dunas
Hótellýsing

Hotel Suites & Villas by Dunas er góð smáhýsa-gisting staðsett á Maspalomas svæðinu.  Smáhýsin eru byggð í kringum sundlaugagarðinn og mynda skemmtilegt lítið þorp.  Alls eru fjórar sundlaugar í garðinum.  Hlaðborðsveitingastaður og snarl-bar við sundlaugina.  Garðurinn er vel búinn með góðum bekkjum.  Þar er fjölbreytt dagskrá yfir daginn.  Skemmtidagskrá er einnig í boði á kvöldin. Hótelið býður uppá akstursþjónustu nokkrum sinnum á dag til Maspalmoas strandarinnar.  

Hægt er að velja nokkrar tegundir í gistingu.  Smáhýsi með 1 eða 2 svefnherbergjum og fjölskylduherbergi með 1 eða 2 svefnherbergjum.  Fjölskylduhúsin eru  vel búin fyrir yngstu börnin með húsögn og leikföng fyrir þau allra yngstu.  Húsin eru öll vel búin og hlýlega innréttuð.  Öll með sjónvarpi, öryggishólfi, litlum ísskáp og hárþurrku.  Húsin með einu svefnherbergi eru með baðkari en stærri húsin með sturtu.  Verönd með léttum húsgögnum.

Góður kostur fyrir bæði pör og fjölskyldur. Stutt á golfvöll og í alla helstu þjónustu