San Agustin Beach Club
Hótellýsing

Hotel San Augustin Beach Club er 4 stjörnu hótel staðsett við ströndina  og 400 metra frá verslunarmiðstöðinni í San Augustin. Beint aðgengi er frá hótelgarðinum út að strönd.  
Á hótelinu er stór sundlaugargarður með góðri sólbaðsaðstöðu og nuddpotti í garðinum.  A la carte veitingastaður og sundlaugarbar þar sem hægt er að kaupa léttar veitingar til kl. 16. 
Kvöldskemmtun er í boði nokkur kvöld í viku.  Gestamóttakan er opin allan sólarhringinn.

Herbergin eru vel búin helstu þægindum. Þau eru  með öruggishólfi, sjónvarpi og loftkælingu.  Svalir eða verönd með léttum húsgögnum.

 

Gott og þægilegt hótel, vel staðsett við ströndina