Gran Canaria Princess
Hótellýsing

Gran Canaria Princess er gott 4 stjörnu hótel vel staðsett á ensku ströndinni. Hótelið er eingöngu fyrir fullorðna (16+). Hægt er að velja um gistingu með morgunverði, hálfu fæði eða öllu inniföldu. 

Herbergin eru fallega innréttuð í ljósum stíl og eru vel búin helstu þægindum, síma, sjónvarpi, kaffivél, loftkælingu og öryggishólfi. Hárþurrka er á baðherbergi. 

Á hótelinu eru tvær sundlaugar. Góð sólbaðsaðstaða er í garðinum með bekkjum og sólhlífum. Þá er heilsurækt með tyrknesku baði, hvíldarherbergjum og nuddpottum. Skemmtilegur bar er við sundlaugarsvæðið þar sem hægt er að fá sér snarl yfir daginn. Tveir veitingastaður eru á hótelinu; sá stærri býður upp á hlaðborð með alþjóðlegum og innlendum réttum. Einnig er a la carte veitingastaður sem og snarl bar á hótelinu.

 Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu farþega sinna á hótelinu.