Roque Nublo hefur verið vinsæll gististaður Heimsferða til margra ára vegna staðsetningar hótelsins en þeir sem kjósa að vera hvað næst verslunarkjarnanum Yumbo Center á Ensku ströndinni dvelja hér aftur og aftur.
Íbúðirnar á hótelinu eru í eldri og einfaldari kantinum. Allar hafa þær eitt svefnherbergi með tveimur einstaklingsrúmum, stofu, baðherbergi og eldhúsaðstöðu með ísskápi. Íbúðirnar eru flestar í einkaeigu og geta því verið misjafnar en þó eru allar með svölum. Greiða þarf tryggingargjald fyrir öryggishólf og fjarstýringu að sjónvarpi.
Garðurinn er skjólgóður með góðri sundlaug sem opnar kl.10.00 á morgnana og móttakan er opin allan sólarhringinn. Margir veitingastaðir eru í grennd við hótelið og örstutt í alla þjónustu. Fallegar sandöldurnar Las Dunas eru í 1 km göngufjarlægð.
Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu farþega sinna.