Rondo
Hótellýsing

Rondo hefur verið mjög vinsælt í gegnum tíðina, fyrst og fremst vegna staðsetningar hótelsins en það er staðsett á Tirajana-götunni (Laugaveginum), örstutt frá Yumbo-verslunarmiðstöðinni þar sem er fjöldinn allur af veitingastöðum og börum. Þetta hótel stendur við hlið gamla Liberty-hótelsins sem margir þekkja. 

Hótelið  gekk í gegnum algjöra endurnýjun 2023 og er  hægt að velja á milli Junior Suite eða Junior Suite Superior. Svíturnar eru fyrir allt að 3 fullorðnum eða 2 fullorðnum og einu barni. 

Junior Standard svíta 
30 m2, baðherbergi með sturtu, hárþurrku, svefnsófa, hjónarúmi, setusvæði, skrifborði, te-/kaffiaðstöðu, Snjallsjónvarpi 42 tommur, ókeypis öryggishólfi, svölum eða verönd og litlum ísskáp

Junior svíta Superior
32 - 34 m2, baðherbergi með sturtu, hárþurrku, svefnsófi, tvíbreitt rúm, stofa, skrifborð, te-/kaffiaðstaða, 42 tommu snjallsjónvarp, lítill ísskápur, ókeypis öryggishólf,svalir eða verönd, efstu hæð 3• 5 miðbygging með útsýni yfir garðinn í Miraflor.

Allar svítur eru fallega innréttaðar og rúmgóðar.  Allar svítur eru með svölum og loftkælingu. Eldhúskrókur er aðskilin frá svefnaðstöðu og er lítill ísskápur þar, örbylgjuofn og hraðsuðuketill. 

Greitt er sérstaklega fyrir internet upp á herbergjum (wifi) og notkun öryggishólfs. Baðherbergin eru með sturtu og hárþurrku. 

 

Í hótelgarðinum er sundlaug sem er hituð að 24 gráðum frá 1. nóvember til 30. apríl og sólbaðsaðstaða er með sólbekkjum og sólhlífum og er einnig er lítill sundlaugarbar á svæðinu. Þá er einnig veitingastaður sem býður upp á a la carte matseðil með á fljölbreyttum réttum. 

Á sundlaugabarnum er síðan hægt er að panta kaffi og drykki.m

 

Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu sinna farþega.