HL Sahara Playa
Hótellýsing

Hótel Sahara Playa er fallegt og vel staðsett hótel, sem býður upp á allt innifalið þjónustu. Einungis um 2ja mínútna gangur er niður á á Playa del Ingles ströndina. Hvort sem um er að ræða pör eða fjölskyldur, þá ættu allir að geta notið sín vel á þessu hóteli.

Hér er móttakan opin allan sólarhringinn og er t.a.m. hægt að leigja sér bílaleigubíl.

121 herbergi og íbúðir má finna á þessu hóteli og eru þau öll snyrtileg, nútímalega innréttuð og vel búin því helsta, t.d. sjónvarpi, síma, öryggishólfi (gegn gjaldi), Wi-Fi (gegn gjaldi), loftkælingu, ísskáp, kaffiaðstöðu og fullbúnu baðherbergi með hárþurrku. Hægt er að bóka tveggja manna herbergi, einstaklingsherbergi og íbúð m/1 svefnherbergi. Gegn auka gjaldi er hægt að bóka herbergi eða íbúð með hliðarsjávarsýn. Einstaklingsherbergin eru staðsett á jarðhæð hótelsins og tveggja manna herbergin á jarðhæð, fyrstu og annarri hæð hótelsins. Svalir eða verönd með stólum og borði fylgja auk þess öllum herbergjum og íbúðum. Hægt er óska eftir barnarúmi gjaldfrjálst, en sú þjónusta er háð framboði hverju sinni.

Ýmsa þjónustu er hægt að nýta sér á hótelinu, m.a. er boðið upp á nudd gegn gjaldi. Þá má einnig finna setustofu þar sem hægt er að horfa á sjónvarpið og lítið bókasafn með bókum og dagblöðum til aflestrar.

Góður hlaðborðsveitingastaður er á hótelinu, en boðið er upp á morgun- og hádegisverðarhlaðborð, ásamt þematengdum kvöldverðarhlaðborðum þar sem eldað er fyrir opnum tjöldum. Hægt að er njóta matarins úti á verönd undir berum himni.

Lifandi tónlist er öll kvöld og er bar inni á hótelinu þar sem hægt er að njóta tónlistarflutningsins með góðan drykk við hönd.

Hótelgarðurinn er lítill og huggulegur og standa sólbekkir og sólhlífar hótelgestum til afnota og er hægt að slaka á í tveimur sundlaugum sem finna má í garðinum. Gegn tryggingargjaldi er hægt að leigja sér handklæði. Auk þess er sundlaugarbar þar sem hægt er að panta sér hina ýmsu drykki, áfenga sem óáfenga ásamt snarli. 

Hótelið býður upp á fría Wi-Fi tengingu í móttökunni en annars staðar á hótelinu er það  gegn gjaldi, vert er að taka fram að internetsamband á hótelum getur verið hægt á álagstíma.  

Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu. Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar.

Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu sinna farþega.

Rólegt og huggulegt hótel!