Jacarandas Beach
Hótellýsing

Jacarandas Beach hótel er íbúðarhótel, staðsett  í 10 mínútna göngufjarlægð frá Playa del Inglés ströndinni og Yumbo verslunarmiðstöðinni.
Hótelið var uppgert árið 2016 og eru þar 24 íbúðir. Stutt er í alla helstu þjónustu frá hótelinu.

Móttaka hótelsins er opin á ákveðnum tímum. Ef hún er lokuð er sólarhrings símaþjónusta. Hægt er að leigja bílaleigubíl, hjól og öryggishólf í móttökunni.

Íbúðirnar eru rúmgóðar en mjög einfaldar og einnar herbergja með opnu eldhúsi og setustofu. Allar helstu nauðsynjar er að finna í íbúðinni svo sem örbylgjuofn, sjónvarp, brauðrist, kaffivél, eldavél, ísskáp, öryggishólf og ýmist svalir eða verönd. Á baðherbergi er hárþurrka og bað eða sturta.
Á hótelinu er billjardborð og þvottaaðstaða. Sundlaug er í litlum hótelgarði ásamt sólbekkjum. Það er lyfta á hótelinu en takið eftir að mikið er um tröppur og hentar því ekki fólki sem á erfitt með gang. 

Hótelið býður upp á fría Wi-Fi tengingu í móttökunni en annars staðar á hótelinu er það  gegn gjaldi, vert er að taka fram að internetsamband á hótelum getur verið hægt á álagstíma.  

Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu. Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar.

Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu sinna farþega.