Relaxia Beverly Park
Hótellýsing

 

Gott hótel á Ensku ströndinni með fallegum hótelgarði og góðri aðstöðu. Hótelið stendur nær alveg við strönd í jaðri Ensku strandarinnar, ekki svo langt frá Corona Roja hótelinu, sem margir þekkja sem kennileiti á Ensku ströndinni. 

 

Þetta er nokkuð stórt hótel með 469 herbergjum sem öll eru vel búin. Herbergin eru einföld eru öll með svölum, loftkælingu á sumrin, sjónvarpi og síma. 

 

Á hótelinu eru þrjár sundlaugar og snyrtilegur sundlaugargarður, þá er hér veitingastaður, snarl bar við sundlaug og barir. 

 

Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu sinna farþega.