Colina Mar Apartments
Hótellýsing

 

Colina Mar er gott þriggja stjörnu íbúðahótel staðsett í Puerto Rico. Hótelið stendur ofarlega í bænum og þaðan er fallegt útsýni yfir bæinn og út á haf. Stutt er að fara í verslunarmiðstöðina Europa og á Amadores og Puerto Rico strendurnar. 

 

Íbúðirnar eru einfaldar en ágætlega búnar og allar með eldhúsaðstöðu. Þar má finna ísskáp, örbylgjuofn, ketil og kaffivél. Öryggishólf er í öllum íbúðum og einnig vifta og sjónvarp (gegn gjaldi). Svefnherbergi er með tveimur einstaklingsrúmum og í stofu er svefnsófi. 

 

Á hótelinu er góður sundlaugargarður, líkamsræktaraðstaða, snakk-bar við sundlaugina, barnaklúbbur, veitingastaður og lítil matvöruverslun. Flest kvöld er boðið upp á skemmtidagskrá. Einnig er starfandi barnaklúbbur á hótelinu. Gott úrval veitingahúsa er í Puerto Rico, bæði innlendir sem og alþjóðlegir staðir.

 

Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu farþega sinna.