Abora Buenaventura by Lopesan
Hótellýsing

Gott og líflegt hótel með fallegum garði, fjölbreyttri þjónustu og rúmgóðum herbergjum í hjarta Ensku strandarinnar.

Hotel Abora Buenaventura, áður Hotel Ifa Buenaventura, er mjög gott 4 stjörnu hótel með fjölbreyttri og góðri þjónustu.  Hótelið tilheyrir nú Lopesan keðjunni og var allt tekið í gegn árið 2019.  Móttakan er opin allan sólarhringinn og hér er að finna verslun, bari og veitingastaði en gott úrval er á hlaðborðsveitingastaðnum. 

Hótelið skiptist í tvö svæði, bæði svæðin með góðri aðstöðu og sundlaug.  Annað svæðið er eingöngu fyrir fullorðna og hitt fyrir barnafjölskyldur.  Skemmtilegar sundlaugar með barnaleiksvæði eru í fjölskyldhlutanum  Á báðum þessum svæðum er mjög góð sólbaðsaðstaða.  Þá er einnig snarl bar og bar við sundlaugina þar sem gott er að njóta sín.

Dagskrá eins og leikfimi, lifandi tónlist og sundleikfimi, er í boði fyrir gesti. Einnig er hér líkamsræktaraðstaða, tennisvöllur og hægt að fara í nudd gegn aukagjaldi.

Herbergin eru mjög rúmgóð með sófa, sjónvarpi, minibar og öryggishólfi.  Öll herbergi eru loftkæld.  Hárþurrka og hreinlætisvörur á baðherbergi.

Hótelið býður upp á nokkur herbergi sem eru með góðu aðgengi fyrir hjólastóla og eru staðsett á jarðhæð. Allar innréttingar og hönnun á þeim herbergjum hefur verið gerð til að gera herbergið sem best fyrir þetta aðgengi

Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu en Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar.

Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu sinna farþega.

Frábært 4 stjörnu hótel sem hentar bæði einstaklingum og fjölskyldum.  Fjölbreytt afþreying. Góð staðsetning